Fréttir

Rjúkandi heitar pylsur hjá Reykjafelli

Reykjafellsmenn buðu viðskiptavinum sínum hjá rafverktökum á Akureyri upp á góðgerðir.

Starfsmenn Rafeyrar kynna sér ýmsa hluti

Það er stefna Rafeyrar að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri á að þróa sig í starfi og í því skyni erum við vakandi fyrir nýjustu tækni og aðferðum og bjóðum við starfsmönnum upp á að sækja námskeið. Árið 2021 hefur hingað til verið viðburðasnautt ár hjá flestum en við hér á Rafeyri höfum lagt áherslu á að halda okkur á tánum og sótt fjöldann allan af námskeiðum í sátt við gildandi sóttvarnarlög hverju sinni.

Rafeyri festir kaup á Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði

Rafeyri hefur fest kaup á Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði af Svönu Guðlaugsdóttur ekkju Andrésar Elissonar. Verkstæðið verður rekið að mestu leyti með óbreyttu sniði og mun áfram heita Rafmagnsverkstæði Andrésar. Lykilstarfsmönnum hefur verið boðið að gerast meðeigendur og vonast Rafeyri til að geta eflt og stækkað fyrirtækið í góðri samvinnu við þá.

Rafeyri framúrskarandi í 10 ár

Framúrskarandi starfsmenn Framúrskarandi viðskiptamenn Framúrskarandi fyrirtæki

Dýrafjarðargöng í gagnið

Til hamingju Vestfirðingar og landsmenn allir með ný Dýrafjarðargöng.

Rafeyrarmenn vinna víða á válegum tímum

Uppsjávarverksmiðja í Petropavlosk á Kamsjatka-skaga austast í Rússlandi og önnur á Nýfundnalandi í Kanada hafa verið viðfangsefni starfsmanna Rafeyrar í sumar. Þrátt fyrir að vandkvæði fylgi því að ferðast um heiminn á tímum Covid-19 hafa Rafeyrarmenn ekki látið það stoppa sig í að mæta til verka á erlendum grundum.

Ný heimasíða Rafeyrar komin í loftið

Sértu velkomin á nýja heimasíðu Rafeyrar. Nú er tilefni til að gleðjast vegna þess að lengi hefur staðið til að uppfæra heimasíðuna, nú er sá dagur runninn upp og ný og endurbætt síða komin í loftið.

Rafeyri gerist samstarfsaðili Comsys á Íslandi

Nýverið gerðist Rafeyri opinber samstarfsaðili Comsys í Svíðþjóð á Íslandi sem sérhæfir sig á sviði rafgæða og er eitt fremsta fyrirtæki heims í þeim efnum. Rafmagn er ekki bara rafmagn heldur skipta gæði þess töluverðu máli

Sérstakt djúpskaut við Sjúkrahúsið á Akureyri

Rafeyri hefur í vetur unnið að betrumbótum á rafkerfi Sjúkrahússins á Akureyri til að auka rekstraröryggi stofnunarinnar. Samhliða þessu verkefni hafa Rafeyri og Orkulausnir endurbætt jarðbindingar í húsum SAk sem tengdar verða sérstöku djúpskauti.

Rafeyri nemur land á Rússneskri smáeyju

Í byrjun árs 2018 var undirritaður samningur á milli Rafeyrar, Skagans 3X, Kælismiðjunnar Frost og Gidrostory rússnesks fiskvinnslufyrirtækis um hönnun og uppbyggingu uppsjávarverksmiðju á Shikotan eyju sem er lítilli eyja í kurleyjaklasanum sem er norður af Japönsku eyjunni Hokkaidō.