Fréttir

Rafeyri er 29 ára

29 ár eru frá stofnun Rafeyrar og fögnum við því með gómsætri tertu.

Rafeyri hlýtur Forvarnarverðlaun VÍS 2023

Mætum því óvænta af öryggi var yfirskrift Forvarnarráðstefnu VÍS 2023. Rafeyri leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins séu sjálfir ábyrgir fyrir eigin öryggi og annarra og að þeir geti mætt fjölbreyttum áskorunum í vinnuumhverfi og verkefnum af kunnáttu og leikni.

Tuttugu þúsund kassar á dag

Bra Kasser er fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í framleiðslu á frauðkössum fyrir laxasláturhús og hefur í því sambandi byggt verksmiðjur þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri flutningi á kössum frá framleiðslu til vinnslu. Krafan um afhendingaröryggi og rekjanleika er mikil og eins þarf afkastagetan að vera mikil. Bra Kasser hefur nú selt í samstarfi við Raven ehf., Raftákn ehf. og Rafeyri ehf. tómkassakerfi til Austevoll Laksepakkeri AS í Noregi sem er staðsett í eyjaklasa u.þ.b. 30 km suður af Bergen.