Ný heimasíða Rafeyrar komin í loftið

<em>Skjáskot af forsíðu</em>
Skjáskot af forsíðu

Sértu velkomin á nýja heimasíðu Rafeyrar. Nú er tilefni til að gleðjast vegna þess að lengi hefur staðið til að uppfæra heimasíðuna, nú er sá dagur runninn upp og ný og endurbætt síða komin í loftið. Einnig er ætlunin að Rafeyri verði virkari á samfélagsmiðlum svo nú er hægt að skella „like" á Rafeyri á Facebook þar sem meiningin er að reglulega komi inn fréttir af okkur og verkefnum. Nýja síðan er mun aðgengilegri og fegurri í alla staði. Betra aðgengi er að starfsmannalistanum, fréttum og þeirri þjónustu sem við höfum upp á að bjóða svo eitthvað sé nefnt. Með nýrri Facebook síðu verður svo hægt að hafa samband við okkur í gegnum Messenger þar sem við munum vera til aðstoðar alla virka daga til að svara fyrirspurnum og öðru sem okkur kann að berast. Með þessum uppfærslum getum við enn frekar veitt framúrskarandi þjónustu í takt við nútímann.