Eldklárir Rafeyrarmenn

Starfsmenn Rafeyrar sóttu brunanámskeið hjá Slökkviliði Akureyrar á föstudaginn 18. des og mánudaginn 21. des 2009.

Magnús V Arnarson og Marta Óskarsdóttir fræddu um ýmsar staðreyndir í sambandi við elda og eldsvoða. Leiðbeindu þau síðan hvernig vænlegt er að bera sig að ef glíma á við slökkvistarf.