Tæknideild

Af tölvuskjánum á verkstað og allt þar á milli.

Tæknideild Rafeyrar er aðallega hugsuð sem stoðdeild við starfsemi Rafeyrar þar sem starfsmenn tæknideildar vinna jafnt á verkstað sem og við tölvuskjáinn. Þetta fyrirkomulag er hagkvæmt og getur sparað pening fyrir viðskiptavini þar sem flækjustig er lítið og boðleiðir stuttar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst Rafeyri vel í þeim verkefnum þar sem Rafeyri hefur séð um allan pakkann, allt frá hönnun smá- til háspennukerfa. Hlutverk tæknimannsins getur verið að gera tilboð, hanna, teikna, veita rafvirkjum tækniaðstoð, halda utan um samskipti við verkkaupa og stjórna uppstarti og prófunum.

Allir staðlar uppfylltir.

Auk stórverkefna á Íslandi hefur tæknideildin einnig víðtæka reynslu í erlendum verkefnum svo dæmi séu tekin í Kanada, Færeyjum, Noregi og Rússlandi. Í þessum löndum höfum við þurft að taka mið af kröfum og stöðlum er gilda í viðkomandi landi ásamt því að uppfylla mismunandi kröfur um efnisgæði með góðum árangri.

Til að bæta orkunýtingu og eins til að skipta út gróðurhúsalofttegundum í frysti- og kælikerfum hefur þróun kerfa sem nota CO2 fleygt fram og fjöldi þeirra aukist mikið á undanförnum árum. Tæknideild Rafeyrar í samvinnu við Kælismiðjuna Frost og Raftákn hafa hannað og smíðað stjórnskápa fyrir stór verksmiðjuskip í Rússlandi þar sem miklar kröfur eru gerðar um öryggi, gæði og frágang allan.

Lýsingarhönnum sem skiptir máli.

Mikilvægi góðrar ljósahönnunar skiptir orðið miklu máli, jafnt í verslun þar sem lýsing þarf að lokka auga neytandans sem og heima í sjónvarpskróknum þar sem lýsingin magnar stemminguna uppi í sófa yfir góðri mynd. Tæknideild Rafeyrar hefur góða reynslu og þekkingu á hönnun úti- og innilýsinga þar sem gerðar eru miklar kröfur um að stöðlum sé fylgt og hæfi hverjum aðstæðum.

Eftir áratugareynslu er fátt sem kemur okkur orðið á óvart í hönnun rafkerfa. Við keppumst nú að því að fullkomna ferla, gera þá sjálfbæra og uppfylla allar okkar innri kröfur um gæði. Þú getur verið viss um að við finnum lausnir á vandamálunum með ánægju okkar og þína í fyrirrúmi.