Fréttir

Rafeyri festir kaup á Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði

Rafeyri hefur fest kaup á Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði af Svönu Guðlaugsdóttur ekkju Andrésar Elissonar. Verkstæðið verður rekið að mestu leyti með óbreyttu sniði og mun áfram heita Rafmagnsverkstæði Andrésar. Lykilstarfsmönnum hefur verið boðið að gerast meðeigendur og vonast Rafeyri til að geta eflt og stækkað fyrirtækið í góðri samvinnu við þá.

Rafeyri framúrskarandi í 10 ár

Framúrskarandi starfsmenn Framúrskarandi viðskiptamenn Framúrskarandi fyrirtæki