Umhverfisstefna

Rafeyri ehf. vill vernda og hlúa að hinni hreinu og lítt spilltu náttúru landsins. Til að ná fram þessu markmiði sínu stefnir félagið að því að beita jafnt umhverfisvænum og hagkvæmum aðferðum í verkefnum sínum. Áhersla verður lögð á skilvirka nýtingu auðlinda og næmi gagnvart menningarlegum og samfélagslegum gildum. Góð umgengni við verk okkar svo og flokkun á úrgangi frá byggingastarfsemi er einn af kjarnaferlum í þessari stefnu. Með því að beita nýjustu tækni á þessum sviðum ætlar félagið að samræma þau markmið sín að mæta þörfum viðskiptavina, tryggja arðsemi og auka endurvinnslu.

Rafeyri ehf. leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins temji sér góða umgengnisvenjur og sýni umhverfi sínu þá virðingu sem hæfir hverju sinni. Á það við hvort sem um ræðir náttúru og lífríki, mannvirki og muni eða annað fólk.