Fréttir

Rafeyrarmenn vinna víða á válegum tímum

Uppsjávarverksmiðja í Petropavlosk á Kamsjatka-skaga austast í Rússlandi og önnur á Nýfundnalandi í Kanada hafa verið viðfangsefni starfsmanna Rafeyrar í sumar. Þrátt fyrir að vandkvæði fylgi því að ferðast um heiminn á tímum Covid-19 hafa Rafeyrarmenn ekki látið það stoppa sig í að mæta til verka á erlendum grundum.