Rjúkandi heitar pylsur hjá Reykjafelli

Gott boð hjá Reykjafelli á Akureyri.
Gott boð hjá Reykjafelli á Akureyri.

Gott boð barst frá nágrönnum okkar norðan við Glerána, grill í hádeginu hjá Reykjafelli. Rafeyrarmenn ásamt fjölmörgum öðrum úr rafgeiranum mættu í 17° hita og þáðu pylsur, drykki og íspinna. 
Það er mikilsvert að rækta sambandið við birgjana og því ljúft að tölta spölinn á milli. Kærar þakkir Reykjafellsmenn.