Fréttir

Rafeyri hlýtur Forvarnarverðlaun VÍS 2023

Mætum því óvænta af öryggi var yfirskrift Forvarnarráðstefnu VÍS 2023. Rafeyri leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins séu sjálfir ábyrgir fyrir eigin öryggi og annarra og að þeir geti mætt fjölbreyttum áskorunum í vinnuumhverfi og verkefnum af kunnáttu og leikni.

Tuttugu þúsund kassar á dag

Bra Kasser er fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í framleiðslu á frauðkössum fyrir laxasláturhús og hefur í því sambandi byggt verksmiðjur þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri flutningi á kössum frá framleiðslu til vinnslu. Krafan um afhendingaröryggi og rekjanleika er mikil og eins þarf afkastagetan að vera mikil. Bra Kasser hefur nú selt í samstarfi við Raven ehf., Raftákn ehf. og Rafeyri ehf. tómkassakerfi til Austevoll Laksepakkeri AS í Noregi sem er staðsett í eyjaklasa u.þ.b. 30 km suður af Bergen.