Starfsmenn Rafeyrar kynna sér ýmsa hluti

Jón Sigurðsson margreyndur rafvirki tryggir að hjartað komist í takt þannig að rafkerfi líkamans hal…
Jón Sigurðsson margreyndur rafvirki tryggir að hjartað komist í takt þannig að rafkerfi líkamans haldi uppi straumi.

Það er stefna Rafeyrar að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri á að þróa sig í starfi og í því skyni erum við vakandi fyrir nýjustu tækni og aðferðum og bjóðum við starfsmönnum upp á að sækja námskeið. Árið 2021 hefur verið viðburðasnautt ár hjá flestum en við hér á Rafeyri höfum lagt áherslu á að halda okkur á tánum og sótt fjöldann allan af námskeiðum í sátt við gildandi sóttvarnarlög hverju sinni.

Í mars buðum við starfsmönnum öllum upp á skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða Krossins en viðmiðið er að sækja slíkt námskeið á 2ja ára fresti til að halda þessari mikilvægu þekkingu við.

Í mars buðum við einnig upp á námskeið í rofastjórnun.

Vegna vinnu okkar á Bakka hjá PCC Silicon hafa fjölmargir starfsmenn Rafeyrar lokið öryggisnámskeiði. Það er ávinningur fyrir okkur að menn okkar sæki slík námskeið því það skilar sér í allri vinnu viðkomandi starfsmanna að hafa farið í gegnum það ágæta efni sem þar er lagt til grundvallar.

Einstaka starfsmenn hafa svo að eigin frumkvæði sótt fjölbreytt námskeið og ráðstefnur sem efla þá sem fagmenn og í leiðinni stuðla að því að Rafeyri getur boðið enn víðtækari þjónustu við viðskiptavini sína.