Starfsmannastefna

Markmið starfsmannastefnunnar er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, vel menntuðu, heiðarlegu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi.

Framkvæmdastjóri er ábyrgðarmaður stefnunnar og ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni.

Gott starfsfólk er grunnurinn að vel reknu fyrirtæki. Starfsmenn Rafeyrar eru því ein af helstu auðlindum fyrirtækisins. Markmiðið er að hafa yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Með því að leggja áherslu á starfsmannaval, jafnrétti, starfsumhverfi, upplýsingastreymi, frumkvæði, endurgjöf, trúnað, fræðslu og starfsþróun verður til skemmtilegur vinnustaður sem endurspeglar þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi. Því fylgjum við eftirfarandi áherslum:

 • Fyrirtækið ræður og hefur á að skipa hæfu starfsfólki
 • Stuðla skal að frumkvæði og ábyrgð starfsfólks
 • Stuðlað skal að góðum starfsanda meðal starfsmanna og eigenda
 • Jafnréttis skal gætt í hvívetna
 • Tryggja skal körlum og konum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana og þjálfunar samkvæmt góðum gildum og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla – 2008 nr. 10 – 6. mars
 • Kjarasamningar eru virtir í hvívetna sem og lög og reglur er snúa að starfsmönnum og vinnuumhverfi þeirra. Leitast er við að umbuna í samræmi við verðleika óháð kyni eða öðru sem gæti valdið mismunun
 • Starfsmönnum skal tryggt gott starfsumhverfi þar sem komið er í veg fyrir slys og atvinnutengda sjúkdóma og álagsmeiðsl
 • Tryggja skal öflugt upplýsingastreymi milli stjórnenda og starfsfólks um málefni og störf fyrirtækisins
 • Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni hvert öðru og fyrirtækinu trúnað
 • Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni hvert öðru virðingu og umgangist hvert annað á siðsaman hátt
 • Starfsfólk skal eiga möguleika á að vaxa og dafna í starfi
 • Lögð er áhersla á að starfsmenn hafi kost á að bæta hæfni sína í störfum og þekkingu með því að sækja námskeið eða þjálfun á vegum fyrirtækisins, sérstaklega þegar slíkt þjónar hagsmunum beggja