Fréttir

Stærsti dagur í spennibreytingu á Akureyri til þessa

Það þurfti allar hendur á dekk þann 17. ágúst síðastliðin þegar stærsti einstaki spennubreytingaráfanginn á Akureyri frá upphafi var tekinn fyrir. Alls voru 57 rafmagnstöflum spennubreytt. Verkefnið er unnið í samvinnu við Norðurorku og er liður í yfirstandandi eflingu á rafflutningskerfi Akureyrar.