Fréttir

Starfsmenn Rafeyrar kynna sér ýmsa hluti

Það er stefna Rafeyrar að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri á að þróa sig í starfi og í því skyni erum við vakandi fyrir nýjustu tækni og aðferðum og bjóðum við starfsmönnum upp á að sækja námskeið. Árið 2021 hefur hingað til verið viðburðasnautt ár hjá flestum en við hér á Rafeyri höfum lagt áherslu á að halda okkur á tánum og sótt fjöldann allan af námskeiðum í sátt við gildandi sóttvarnarlög hverju sinni.