Vinnuvélaréttindi

Vinnuvélaréttindi
Vinnuvélaréttindi

Mánudaginn 15. júní 2015 tóku 16 starfsmenn vinnuvélaréttindapróf. Magnús Hermannsson hjá Vinnueftirlitinu mætti og prófaði menn í flokkum D og J, þ.e. spjóti og lyftara. Allir tóku próf á spjót og tíu á lyftara. Skemmst er frá því að segja að allir stóðust prófið.

Það er stefna Rafeyrar að starfsmenn fyrirtækisins séu með þau réttindi sem til er ætlast við vinnu sína. Alls eru þá 32 starfsmenn á mannauðslistanum með lyftararéttindi og fleiri bíða eftir að taka prófið og enn fleiri að fara á námskeið.