Gæðastefna

Umfang

Gæðastefnan tekur til allrar vinnu sem unnin er hjá Rafeyri og nær þannig til allra starfsmanna, umboðsmanna og verktaka sem vinna fyrir fyrirtækið. Einnig nær hún til allra gagna sem fyrirtækið sendir frá sér. Með gæðastefnu Rafeyrar vill Rafeyri stuðla að stöðugum umbótum í starfseminni með því að leggja áherslu á vel skilgreinda verkferla og bregðast rétt við þegar frávik koma upp.

Tilgangur

Tilgangur gæðastefnunnar er að setja fram þau gildi sem Rafeyri miðar við í sínum gæðamálum sem samræmast heildarsýn fyrirtækisins.

Gæðastefnan

  1. Fyrirtækið ræðst aðeins í verkefni sem hæfa færni, þekkingu og hæfni starfsmanna og að það geti tryggt yfirráð yfir viðeigandi innviðum.
  2. Fyrirtækið leggur áherslu á að rýna þarfir og væntingar viðskiptavinarins í upphafi verks, góð og upplýsandi samskipti meðan á framkvæmdum stendur og ánægju hans að verki loknu.
  3. Það er ekkert í aðgerðum né athöfnum fyrirtækisins sem kemur viðskiptavininum á óvart.
  4. Starfsmenn fyrirtækisins hljóta þjálfun og búa þeir yfir hæfni til þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér. Stjórnendur þekkja og efla hæfni starfsmanna og úthluta þeim verkefnum við hæfi á hverjum tíma. Starfsmenn starfa við öruggar og umhverfisvænar aðstæður og njóta kjara eins og best gerist í sambærilegu rekstrarumhverfi.
  5. Fyrirtækið leitar árlega uppi hættur og gerir áhættumat fyrir öryggi og umhverfi starfsmanna og starfseminnar í heild með hliðsjón af kröfum Vinnueftirlitsins og A-gæðavottun SI.
  6. Stjórnendur fyrirtækisins vinna að uppbyggingu gæðastjórnunar með hliðsjón af Gæðavottun SI.
  7. Stjórnendur þekkja lög og reglur er varðar rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækisins og leitast við að rýna sérhvert verkefni og upplýsa og leiðbeina starfsmönnum til löglegra athafna.