Rafeyri framúrskarandi í 10 ár

Framúrskarandi starfsmenn.
Framúrskarandi starfsmenn.

Það er okkur sönn ánægja að hljóta nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki tíunda árið í röð en Rafeyri er einmitt meðal þeirra örfáu fyrirtækja á landsvísu sem hafa uppfyllt skilyrðin frá upphafi mælinga. Þessi viðurkenning er fyrst og fremst viðurkenning á þeirri frábæru vinnu sem starfsmenn okkar hafa lagt á sig til að mæta kröfum viðskiptavina og skila framúrskarandi verki. Um leið og við þökkum samstarfsaðilum og viðskiptavinum fyrir samstarfið óskum við starfsmönnum öllum til hamingju með titilinn.