Viðburðarríkt ár

Viðburðarríkt ár
Viðburðarríkt ár

Árið 2013 rennur senn sitt skeið á enda og hefur það verið viðburðarríkt hjá Rafeyrarmönnum.

Hróður góðra verka spyrst vel út og hefur Rafeyri verið þeirra gæfu aðnjótandi að teljast fullnægjandi verktaki hjá kröfuhörðum verkkaupum.
Fram að þessu hafa starfsmenn Rafeyrar lagt gjörva hönd á plóginn vítt og breitt um land og einnig fyrir utan landssteinana. Helstu verkefni sem vert er að nefna eru háspennuspennuvirki að Vatnshömrum í Borgarfirði og Stuðlum í Reyðarfirði fyrir Landsnet, háspennuvirki fyrir ABB að Klafastöðum í Hvalfirði og viðamikið háspennuverk hjá Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. 
HB Grandi byggði sér frystigeymslu og fékk hún nafnið Ísbjörninn. Rafeyri vann þar eins og svo oft áður í samstarfi við Kælismiðjuna Frost. Þá erum við stoltir að segja frá því að við höfum komið að uppbyggingu hótela á Patreksfirði og við Höfn í Hornafirði. Höfum við því spannað landið allvel og ekki síst þegar við bætum við verkefnum okkar í útibúi okkar á Þórshöfn og Húsavík.
Íslensk grund er ekki einungis starfsvettvangur okkar og hafa utanferðir verið allnokkrar. Sérstaklega ber að nefna reisningu frystigeymslu hjá Varðin Pelagic í Færeyjum í samvinnu við Frostsmenn. 
Hér á heimavelli hafa starfsmenn Rafeyrar sinnt Slippnum og öðrum fyrirtækjum ásamt minni aðilum.