Útgerð Sögu K er ánægð með fleytuna

Útgerð Sögu K er ánægð með fleytuna
Útgerð Sögu K er ánægð með fleytuna

Siglingin yfir hafið til Noregs gekk áfallalaust fyrir sig og nú þegar hefur Saga K sannað ágæti sitt. Aflabrögð hafa verið með miklum ágætum og skipið reynst hið besta.

Eiríkur Vignir rafvirki á Rafeyri hefur leitt rafvirkjavinnu Rafeyrar hjá Seiglu og eiga hann og hans mikinn hluta í gæðum bátsins. Nýlega bárust Eiríki þrjár myndir frá ánægðum eiganda sem vert er að deila með ykkur hér.

Vonandi kemst Saga K ætíð heil í höfn og mega happafengir bíða hennar í framtíðinni.

Saga K

Saga K