Tækniþróunarsjóður styrkir Rafeyri og Raven

Tækniþróunarsjóður styrkir Rafeyri og Raven
Tækniþróunarsjóður styrkir Rafeyri og Raven

Í júnímánuði úthlutaði stjórn Tækniþróunarsjóðs styrkjum til eflingar nýsköpunar í landinu.

Tækniþróunarsjóður og AVS - Aukið virði sjávarfangs eru þeir tveir opinberir sjóðir sem leitað var eftir til stuðnings nýsköpunarverkefninu "Frauðumbúðir með loftskiptri varðveislutækni".

Sá fyrrnefndi leggur verkefninu til hálfan styrk en neitun kom frá AVS. Hugsun stjórnar Tækniþróunarsjóðs var að leggja til aukinn styrk til eflingar þess sem AVS leggði verkefninu lið þar sem það félli betur að hlutverki þess sjóðs. Engu að síður verður þetta ekki til þess að slá á framgang verksins þar sem Rafeyri og Raven hafa fulla trú á verkefninu og eru þess reiðubúin að gefa sig í það óháð tiltrú stjórnar AVS.

 

Tæknin byggist á því að sameina frauðumbúðir (EPS) og loftskiptar umbúðir (MAP). Með því eru kostir hvors fyrir sig nýttir en gallarnir munu vonandi verða hverfandi. Væntingar eru til þess að þetta leiði til lengingar ferskleikatíma útflutts fisks sem og annarra afurða. Kann þetta að leiða til þess að verulegt hlutfall flutninga færist frá flugi í skip um leið og vænta má aukningar á magni fersks fisks vegna aukningar í veiðiheimildum og aukinnar hagkvæmi vegna þessarar lausnar.

Tækniþróunarsjóði er þakkað fyrir liðsinnið og vonandi verður útkoman til framdráttar íslensku atvinnulífi, iðnaði og fiskvinnslu.