Sveinspróf

Fjórir starfsmenn Rafeyrar taka Sveinspróf í rafvirkjun.

Í gær luku fjórir starfsmenn Rafeyrar Sveinsprófi í rafvirkjun og bíðum við nú niðurstaðna áður en við getum óskað þeim til hamingju.

Það er mikill fengur að eflingu liðsins og aukin réttindi gefa aukin sóknartækifæri. Undanfarið hafa nýjir ungir menn bæst við í hópinn og því enn nóg að gera í því að þjálfa upp rafvirkja framtíðarinnar.

Þeir sem þreyttu prófið að þessu sinni eru Arnaldur Haraldsson, Eiríkur Jónasson, Jón Gísli Óskarsson og Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson. Björn Fannar Hafsteinsson mun glíma við prófið í vor.