Straumur tryggður í stórhríð og kulda

Straumur tryggður í stórhríð og kulda
Straumur tryggður í stórhríð og kulda

Starfsmenn Rafeyrar þurfa að vinna við fjölbreyttar aðstæður og ekki geta þeir alltaf valið logn og blíðu eða jafnsléttu og þægilegheit til að vinna verkin.

Meðal verka sem voru unnin nú í janúar var uppsetning á nýju þéttavirki að Rangárvöllum. Enn á ný sannast að á Rafeyri vinna alvöru menn og til að tryggja öryggi sitt notuðu menn jafnvel sinn eigin búnað. Eiríkur Geir Ragnars er félagi í björgunarsveitinni Súlum og sem slíkur ætíð til reiðu fyrir hvern þann sem þarf á björgun að halda, hvar og hvenær sem er. Persónulega leggja félagar í björgunarsveitunum hringinn í kringum landið til búnað og er Eiríkur Geir engin undantekning þar á. Fyrir það ber að þakka og er aldrei fullþakkað.

 

Rafeyri hefur haft að leiðarljósi að láta gott af sér leiða í samfélaginu og sem lóð á þær vogarskálar hefur fyrirtækið styrkt starfsemi Björgunarsveitarinnar Súlna.

Meðfylgjandi mynd var tekið af Sigurði Má Haraldssyni rafvirkja á Rafeyri og á henni er Eiríkur Geir uppi í spjóti eins og fagmennirnir kalla það. Þegar þarf að teygja sig fram á ystu nöf þá er gott að hafa öryggið í fyrirrúmi og kom sigbelti Eiríks sér vel í þessu tilfelli.