Spennandi augnablik

Spennandi augnablik
Spennandi augnablik

Eftir að aðal spennar fyrir Becromal höfðu verið fastir á Reyðarfirði í 5 vikur vegna þungatakmarka og hálku tókst loks að koma þeim til Akureyrar föstudaginn 20 mars. Spennarnir eru 40 tonn og því ekki hægt að flytja þá yfir brúnna við Jökulsá á fjöllum við Grímsstaði. Flytja þurfti spennana ströndina í gegnum Vopnafjörð, Raufarhöfn o.s.f en ástand vega var ekki betra en svo að veghefill Vegagerðarinnar þurfti að draga flutningabílana upp bratta brekku austan við Raufarhöfn. Vel gekk að hífa spennana á sinn stað og mikill léttir að sjá þessi 40Mkr. tæki komin á sinn pall.

Samskip, PI Kranar og ET stóðu sig eins og til var ætlast og eiga þeir þakkir skilið fyrir fagmannleg vinnubrögð við flutninginn.