Sérstakt djúpskaut við Sjúkrahúsið á Akureyri

Rafeyri hefur í vetur unnið að betrumbótum á rafkerfi Sjúkrahússins á Akureyri til að auka rekstraröryggi stofnunarinnar. Samhliða þessu verkefni hafa Rafeyri og Orkulausnir endurbætt jarðbindingar í húsum SAk sem tengdar verða sérstöku djúpskauti. Djúpskautið er tengt leiðandi málmhlutum og helstu tækjum í húsunum m sverum koparvírum sem lagðir hafa verið um húsin sem síðan enda í 100 m djúpri borholu utan við húsið. Skútaberg borar en holan gefur húsinu mjög gott samband við jörðina. Það er vel þekkt og viðurkennt að gott jarðsamband í fjárhúsum og fjósum bætir heilsu og líðan dýra. Þessa vitneskju hafa Rafeyri og Orkulausnir heimfært yfir á híbýli fólks með góðum árangri og þess vegna gefum við Rafeyri, Orkulausnir, Skútaberg, Norðurorka, Ískraft og Slippurinn í sameiningu SAk djúpskaut með öllu. Um helgina stendur til að hefja leik við boranir svo það verður eitthvað fyrir augað og myndavélina að sjá.