Rafeyri - útibú Þórshöfn

Rafeyri - útibú Þórshöfn
Rafeyri - útibú Þórshöfn

Rafeyri hefur hafið rekstur útibús á Þórshöfn.

21. mars 2012 undirritaði Kristinn Hreinsson framkvæmdastjóri Rafeyrar samstarfssamning við Ísfélag Vestmannaeyja um rekstur útibús á Þórshöfn. Sigurður Már Haraldsson mun verða starfsmaður Rafeyrar og kemur hann til með að flytja austur með fjölskyldu sína. Ísfélagið ábyrgist rekstrargrundvöll fyrir dagsverki hans en jafnframt mun hann sinna öðrum viðskiptavinum í sveitarfélaginu og nágrenni. Rafeyri mun leggja til aukakraft ef á þarf að halda, bæði með fleiri starfandi höndum og sérfræðiþekkingu.

Uppbygging Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hefur verið samfélaginu við ysta haf mikil lyftistöng og er mikill hugur í mönnum. Um 500 manns búa í Langanesbyggð og fjölgar þar frekar en hitt. Fjárfesting Vestmannaeyinga sýnir fram á tiltrú á staðnum og sama má segja með stofnun þessa útibús Rafeyrar.

Það er von Rafeyrar að gott samstarf verði við íbúa Bakkafjarðar, Þórshafnar og Þistilfjarðar og nú sé hafið tímabil ánægjulegra samskipta.