Rafeyri í samvinnu við suðurkóreyskt kapalfyrirtæki

Um þessar mundir stendur yfir vinna við lagningu og tengingu 220 kV háspennustrengs þvert yfir Eyjafjörðinn. Strengurinn er hluti af Hólasandslínu 3 sem liggur á milli Hólasands og Akureyrar. Suðurkóreyskt fyrirtæki LS-Cable hefur verið að vinna við tengingu á strengnum með aðstoð frá Rafeyri. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að vinna við háspennutengingar á þessu spennustigi og er því þessi vinna kærkomin í reynslubanka Rafeyrar.