Rafeyri hefur starfsemi á Húsavík

Rafeyri hefur starfsemi á Húsavík
Rafeyri hefur starfsemi á Húsavík

Jónas Hreiðar Einarsson fyrsti starfsmaður Rafeyrar á Húsavík

Rafeyri hóf starfsemi á Húsavík þann 1. apríl síðastliðinn. Húsvíkingurinn Jónas Hreiðar Einarsson sem unnið hefur hjá Rafeyri Akureyri undanfarin ár ákvað að flytja aftur heim eftir að skólagöngu eiginkonu hans lauk á Akureyri. Jónas er rafmagnsiðnfræðingur með mikla reynslu sem nýst hefur afskaplega vel á Rafeyri frá því hann hóf störf þar.
Jónasi líkaði vel að vinna hjá Rafeyri og hafði áhuga á að halda því áfram þrátt fyrir að búa á Húsavík. Úr varð að hann inni áfram hjá Rafeyri í nýju útibúi á Húsavík. Rafeyri hefur fest kaup á iðnaðarbili í húsi sem Trésmiðjan Rein hyggst byggja sunnan við bæinn. Húsnæðið á að vera klárt í lok þessa árs en þangað til mun Jónas notast við aðstöðu í tvöföldum bílskúr þar sem hann býr að Heiðargerði 2b. Þrátt fyrir að nú til að byrja með sé Jónas einn er meiningin að hann geti sótt sér bæði mannskap og tækniþjónustu til deildanna á Þórshöfn og Akureyri eftir því sem þurfa þykir.

Hægt er að ná í Jónas í síma 869-2492 eða jonase@rafeyri.is