Rafeyri afhendir CE merktar stýritöflur til Icefresh GmbH á mettíma

Rafeyri afhendir CE merktar stýritöflur til Icefresh GmbH á mettíma
Rafeyri afhendir CE merktar stýritöflur til Icefresh GmbH á mettíma

Rafeyri afhenti á dögunum 8 stýritöflur á mettíma til dótturfyrirtækis Samherja í Cuxhaven, Icefresh GmbH. Töflurnar eru fyrir vinnslulínur í nýrri ferskfisk-verksmiðju félagsins í Frankfurt sem gangsett var nú í apríl 2012.

Í verksmiðjunni er allri nýjustu tækni við vinnslu og meðhöndlun á fiski beitt en vélarnar koma frá öllum helstu hátæknifyrirtækjum á Íslandi er framleiða vélar til fiskvinnslu.  

CE

Töflurnar eru allar CE merktar og uppfylla alla staðla er varða búnað sem notaður er til matvælaframleiðslu og öryggi starfsfólks. CE merkingin þýðir að lesa þarf í gegnum marga staðla og bera þá saman bæði við teikningar og handbækur. Síðast en ekki síst þarf töflusmíðin og prófanir á töflunum að uppfylla allar kröfur sem staðlarnir krefjast. Eru þetta fyrstu rafmagnstöflur sem Rafeyri smíðar og CE merkir en félagið hefur undanfarið unnið að CE merkingum á töflum fyrir fiskvinnsluvélar Vélfags á Ólafsfirði en sú vinna stytti okkur leiðina að CE merkingununni í þetta skipti verulega.

rittalhygienicdesign

Íslenska vertíðargenið og mottóið "ekkert mál, við reddum því" sem enn lifir í starfsmönnum Rafeyrar fleytti okkur í gegnum þetta stutta en krefjandi verkefni þannig að erlendu fyrirtækin sem við vorum að keppa við voru ekki fær um að standa afgreiðslutímann sem krafist var.

Allir geta tekið undir að vinna sé velferð og bíða nú starfsmenn Rafeyrar spenntir eftir því að fá að takast á við álíka verkefni fyrir fyrirtæki staðsett á Íslandi. Sannarlega er tími til kominn að poppa upp fyrirtæki í fiskvinnslu á Íslandi sem nú spóla í slorinu og sjá á eftir erlendum samkeppnisaðilum tæta frammúr með íslenskum fiskvinnsluvélum innanborðs.

 

 

Þess má geta að í verkið voru notaðir sérstakir rústfríir töfluskápar fyrir matvælavinnslu sem uppfylla stöngustu skilirði hvað varðar hreinlæti og þéttleika.

 

Hérna fylgir frétt frá N4 um verkefnið. Umfjöllun um Rafeyri hefst á 7:50 mínútu.