Rafeyrarmenn hitta í mark

Rafeyrarmenn eru þekktir fyrir góð vinnubrögð og er nákvæmni stór hluti af vandaðri vinnu rafvirkjans á Rafeyri. 
Rafvirkjar eru sérfræðingar að vinna með spennu og voru 26 bogar voru spenntir föstudaginn 19. júní 2015. Eftir að hafa stillt miðin hófst keppni milli einstaklinga og hópa. Allir básar Bogfimisetursins við Austursíðu á Akureyri voru nýttir og örvarnar níddust á skífunum. Hjá sumum var miðjan nánast horfin þegar upp var staðið en aðrir dreifðu álaginu meira. Allnokkrir náðu skori í fimm umferðum yfir 190  en besta skori náði Elvar Þór Bjarnason eða sléttum 200.