Nýir og vænlegir starfsmenn

Nýir og vænlegir starfsmenn
Nýir og vænlegir starfsmenn

Rafeyri býr að miklum mannauði og fer hann stöðugt vaxandi.

Frá áramótum hafa 12 nýir starfsmenn lokið nýliðaþjálfun og á árinu 2014 voru þeir einnig 12 sem fóru í gegnum þann feril. Framtíðarstarfsmenn eru boðnir velkomnir til starfa og svo sannarlega eru verkefnin ærin. Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og ljóst að framundan eru annasöm ár þar sem verkefnin á Þeistareykjum og á Bakka eru farin að taka æ meira rými á mannaflaáætlun Rafeyrar. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að starfsmenn þess hafi tilskilin réttindi til þeirra verka sem þeir eru kallaðir hverju sinni, hvort sem það á við um fagleg réttindi sem iðnaðarmenn, vinnuvélaréttindi eða hver önnur réttindi.