Norak - aðalfundur

Norak - aðalfundur
Norak - aðalfundur

Aðalfundur Noraks ehf. var haldinn föstudaginn 19. mars 2010 í fundarherbergi Norðurorku að Rangárvöllum.

Rafeyri er eigandi að einum þriðja hlut í Norak á móti Norðurorku og Orkuvirki. Samstarf eigenda hefur gengið með miklum ágætum og snuðrulaust.

Franz Árnason stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að rekstrarárið 2009 gekk vel og ætlaði hann að framtíð félagsins sé björt.

Rafeyri og Orkuvirki afhentu aðveitustöðina 11. desember og var þá búið að gangsetja 15 af 62 fyrirhuguðum vélum Becromal. Álagið á virkið var þá 15MW.

Stjórn félagsins var endurkjörin og á stjórnarfundi strax að afloknum aðalfundi skipti hún með sér verkum. Franz Árnason er stjórnarformaður, Davíð Hafsteinsson ritari og Þórhallur Tryggvason varaformaður.

 

 Stjórn NORAK ehf.
Þórhallur Tryggvason, Franz Árnason og Davíð Hafsteinsson.