Krossins ljós dvínar ekki á Grenjaðarstaðakirkju

Krossins ljós okkur lýsi.
Krossins ljós okkur lýsi.

Eitt verðugt samstarfsverkefni fengum við að glíma við nú á haustdögum. Krossinn á Grenjaðarstaðakirkju var orðinn ljóslaus og brýnt að gera bragarbót.
Lýsingarhönnuðurinn Björgvin Daði fann lausnir og Kolli kom þeim á krossinn, beggja vegna. Víkurrafsmenn settu svo krossinn upp og tengdu.
Nú er hægt að velja hvaða litur gleður þá er til sjá og bjartari tímar framundan.