Jósup - farþegaferja til Færeyja

Jósup - farþegaferja til Færeyja
Jósup - farþegaferja til Færeyja

Rafeyrarmenn keikir við færeysku farþegaferjuna Jósup.

Við óskum eigendum færeysku farþegaferjunnar Jósup til hamingju með fleytuna, góðs byrs og góðrar lendingar, ætíð. Einnig óskum við Seiglu til hamingju með enn einn bátinn.

Mikill sprettur hefur verið á þeim starfsmönnum Rafeyrar sem hafa unnið baki brotnu langa vinnudaga við að ljúka verki sínu í Jósup. Ferjan á að geta flutt allt að 70 farþega í ferð og þó að hún hafi brunað á rúmlega 30 mílna ferð í reynslusiglingu þá er ekki leyfilegt að sigla hraðar en á 22 sjómílna ferð með farþega.