Hjartans þakkir

Hjartans þakkir

Sumardaginn fyrsta söfnuðust fjölmargir Akureyringar saman við Minjasafnið til að fagna sumarkomu. Tækifærið var notað til að þakka Rafeyrarmönnum fyrir Hjartað í heiðinni sem hefur lýst upp huga Akureyringa og aðkomumanna.

Að frumkvæði Ingibjargar Magnúsdóttur vildu bæjarbúar með táknrænum hætti knúsa okkur Rafeyrarmenn og ávarpaði Sigrún Björk bæjarstjóri samkomuna og færði svo Davíð Hafsteinssyni fyrir hönd Rafeyrarmanna grip þakklætinu til staðfestu.