Hjartans mál

Laugardaginn 29. nóvember var boðið til stefnumóts á Torfunefsbryggju.

Bryggjan var full af fólki sem beið í eftirvæntingu að eitthvað dularfullt ætti sér stað í Vaðlaheiðinni, snjómugga jók dulúð augnabliksins og á slaginu fimm skaut Björgunarsveitin Súlur upp flugeld af stærstu gerð og í framhaldi af því tók stærðar hjarta að slá, rétt fyrir ofan byggðina gengt Akureyri.

Það eru Rafeyri, Norðurorka og Becromal sem standa að verkefninu en hugmyndina á Davíð Hafsteinsson tæknistjóri Rafeyrar og er hún í framhaldi af því að Jónas Ragnarsson verkstjóri Rafeyrar fann upp á því að fyrirtækið lýsti upp á menningarnótt útilistaverkið Rythm of life - Lífstaktur sem staðsett er við Fálkafell.

Í þetta sinn var ákveðið að leita til þeirra aðila hér á Akureyri sem standa með Rafeyri í uppbyggingu aflþynnuverksmiðjunnar í Krossanesi.

Sérstaka athygli vekur að hjartað slær, þ.e. lýsingin dofnar og vex á víxl með hjálp hraðabreytis.

Falleg mynd af hjartanu með Akureyrarkirkju í forgrunn.

Hjartað séð frá Gúmívinnslunni.

Hjartað séð af brekkunni.