Heilög Barbara vakir yfir velferð í Vaðlaheiði

Heilög Barbara vakir yfir velferð í Vaðlaheiði
Heilög Barbara vakir yfir velferð í Vaðlaheiði

4. desember er fæðingardagur heilagrar Barböru en hún gegnir víða miklu hlutverki meðal kaþólskra manna. Hún er verndardýrlingur gangagerðarmanna, námumanna, vopnasmiða, steinsmiða, jarðfræðinga og flugeldagerðamanna. Þá er hún slökkviliðsmönnum, vitavörðum, múrurum og byggingarmönnum almennt góð til fyrirbæna. Heilög Barbara sinnti einnig sjúkum og verndaði þá gegn hitasótt og eldi. 

4. desember 2013 var haldin hátíð heilagrar Barböru í Vaðlaheiðargöngum. Séra Svavar Alfreð Jónsson var með andakt og blessaði alla sem að verkinu koma. Líkneski heilagrar Barböru var komið fyrir við gangamunnan og mun hún vaka yfir velferð verksins. 

Tomasz Wojcinski starfsmaður Rafeyrar var með kameruna sína á staðnum og tók upp myndband sem má sjá með því að smella á þennan tengil: http://www.youtube.com/attribution_link?a=JFza39_NAYEVhvWtxG3n1w&u=%2Fwatch%3Fv%3DtAmvL1z9vOc%26feature%3Dshare

Nú er 1/6 hluti leiðarinnar að baki eða 1212 metrar af 7170 metrum. Verk Rafeyrar er að annast vinnurafmagnið og hefur það reynst mun meira verk en fyrir var séð. Hafa Hörður og Mundi verið í framlínunni ásamt Davíð og hafa þeir þurft að koma á vettvang á nóttu sem degi, um helgar sem virka daga.