Endurbóta- og viðhaldsstopp í Becromal

 

Þessa vikuna fer fram endurbóta- og viðhaldsstopp í aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland í Krossanesi. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað þannig að sem minnst verði um hnökra í ferlinum. Fram að þessu hefur gegnið vonum framar og er verkið á áætlun.
Megnið af starfsmönnum Rafeyrar kemur að þessu ásamt mönnum frá fleiri verktökum. Í sumum tilfellum er unnið á vöktum allan sólarhringinn en verk rafvirkjanna nást með löngum vinnudegi.