Aukið húsrými og endurbætur

Rafeyri ehf. hefur fest kaup á fimmta bilinu að Norðurtanga 5. Unnið er að framgangi þeirrar starfsemi sem þar er ætlaður staður og fljótlega má búast við tíðindum af því.
Þessa dagana er verið að flísaleggja gólfið og verður mikill munur á húsnæðinu við þá aðgerð.

Þá standa yfir framkvæmdir í eldri bilunum. Fyrir allnokkru eru skrifstofan og tæknideildin búin að sprengja húsnæðið utan af sér og nokkrir starfsmenn hafa unað við ófullnægjandi bráðabirgðalausnir um skeið.

Núverandi kaffistofa verður lögð undir skrifstofu en ný kaffistofa verður á nýju gólfi sem sett var í bil tvö og ætti hún að draga úr þrengslum þegar allir starfsmenn eru heima.