Aflþynnuverksmiðja rís


Björn Fannar og Tomasz við byggingu aðveitustöðvarinnar

Aflþynnuverksmiðja rís

Framkvæmdir við byggingu verksmiðju og aðveitustöðvar við aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi ganga vel þessa dagana þrátt fyrir allmikið vetrarríki.
Herslumuninn vantar upp á að búið sé að loka verksmiðjuhúsinu og aðveitustöðin kemst undir þak fyrir áramót.

Starfsmenn Rafeyrar vinna nú ásamt öðrum að uppsetningu aðveitustöðvar Norak og aðrir starfsmenn fyrirtækisins eru að setja upp loftljós og kapalstiga í stóra verksmiðjuhúsið.


Jón Gísli, Sigurður Ingi og Rúnar Björn í verksmiðju Becromal