15 ára afmæli Rafeyrar

Í maí fagnaði Rafeyri 15 ára afmæli fyrirtækisins.

Að því tilefni var efnt til fagnaðar að Norðurtanga 5 og til þess boðaðir viðskiptavinir, samstarfsaðilar og aðrir velunnarar félagsins.

Boðið var upp á léttar veitingar sem menn gerðu góð skil. Ekki var gerð krafa um að menn kæmu færandi hendi en engu að síður var það reyndin með nokkra góða gesti. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir hugulsemina.

Orkuvirkismenn, okkar ágætu samstarfsfélagar, höfðu fyrir því að fá könnur merktar með ýmiskonar áletrunum. Þeir pökkuðu þeim snoturlega inn og afhentu með viðhöfn. Flottir.

Myndir.