Viðbragðsáætlun við bruna í Norak

Viðbragðsáætlun við bruna í Norak
Viðbragðsáætlun við bruna í Norak

Jónas yfirverkstjóri, Jóhannes sérfræðingur, Þorbjörn slökkviliðsstjóri og Davíð tæknistjóri
leggja á ráðin í spennivirki Noraks í Krossanesi.

 

Bruni í spennivirki Noraks í Krossanesi - Viðbragðsáætlun

Rafeyri stóð fyrir fundi með Slökkviliði Akureyrar, Verkís og Becromal Iceland til að gera viðbragðsáætlun ef til bruna kæmi í spennivirki Noraks í Krossanesi. Á fundinn mætti Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri, Jóhannes Ófeigsson sérfræðingur hjá Verkís, Hilmar Steinarsson yfirmaður rafmagnsmála hjá Becromal Iceland og Rafeyrarmennirnir Davíð Hafsteinsson tæknistjóri, Jónas Magnús Ragnarsson yfirverkstjóri, Gunnar Elvar Gunnarsson verkstjóri og Hannes Garðarsson skrifstofustjóri.

Farið var yfir hvernig hyggilegt er að bregðast við hinum ýmsu möguleikum á eldi í spennivirkinu og endaði fundurinn með því að farið var á vettvang.
Eftir bruna í spenni hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði í desember er ljóst að nauðsynlegt er að hafa á takteinum áætlun um hvernig best er að haga slökkvistörfum ef á reynir. Ef mannslíf eru í hættu er straumur rofinn og allt gert til að bjarga þeim. Hins vegar ef það er ekki raunin er mikið í húfi að lágmarka það tjón sem getur hlotist af bruna.

Áfram verður unnið að gerð formlegra skjala til að styðjast við ef á þarf að halda og þá er áformað að vaktir slökkviliðsins komi á vettvang til að kynna sér aðstæður og áætlunina.