Stuttnámskeið - Jarðtenging boðskiptalagnakerfa

Stuttnámskeið - Jarðtenging boðskiptalagnakerfa
Stuttnámskeið - Jarðtenging boðskiptalagnakerfa

Þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kom Friðrik Alexandersson rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís norður til að halda námskeið á Rafeyri. Námskeiðið var á vegum Rafiðnaðarskólans og var það í boði fyrir sunnan. Hins vegar þótti okkur Rafeyrarmönnum betra að fá einn mann norður frekar en að senda tuttugu suður.

Námskeiðið sátu tuttugu áhugasamir starfsmenn Rafeyrar og vonandi verða þeir færari þegar til kastanna kemur. Friðrik hefur mikla reynslu á þessu sviði og er einn helsti sérfræðingur Verkís á því.

Í upphafi námskeiðsins varpaði hann fram spurningu til nemana um hvort þeir væru að kljást við truflanir eða háa bilanatíðni tækja.

Við þökkum Friðriki fyrir komuna og kennsluna.

Áhugasamir starfsmenn