Saga K sigldi yfir hafið

Saga K sigldi yfir hafið
Saga K sigldi yfir hafið

Seigla ehf afhenti nýjum eigendum nýja fleytu þann 17. desember s.l. Ber hann nafnið Saga K og er í eigu íslenskra aðila í Norður-Noregi.

Þetta er langstærsti bátur sem Seigla hefur smíðað fram að þessu og má t.d. nefna að hann er 15 m langur, með 2 ljósavélum, 1000 hestafla aðalvél og að öllu öðru leiti mjög vel búinn.

Rafeyri annaðist alla raflagnavinnu og uppsetningu hinna ýmsu kerfa í bátnum og er aðstaða um borð til mikillar fyrirmyndar. Saga K fer á línuveiðar.