Nýsveinar þrír

Nýsveinar þrír
Nýsveinar þrír

Þrír starfsmenn Rafeyrar hafa nú fengið staðfestingu á að þeir hafi náð sveinsprófi í rafvirkjun og er þeim óskað til hamingju með þennan mikilsverða áfanga lífs þeirra.
Elvar Örn Hermannsson, Björn Guðmundsson og Kristján Valur Kristjánsson hafa fyrir löngu sannað sig sem rafvirkjar en hins vegar er brýnt að landa sveinsprófinu til að öðlast réttindi sem fullgildur iðnaðarmaður.

Það er sannfæring okkar hér á Rafeyri að í hóp sveina hafi bæst öflugir drengir og væntum við mikils af þeim í framtíðinni og óskum að hún verði þeim farsæl.

Björn, Kristján Valur og Elvar á súpufundi á Rafeyri 6. mars 2012.