Norma Mary heldur til veiða eftir gagngerar endurbætur

Norma Mary heldur til veiða eftir gagngerar endurbætur
Norma Mary heldur til veiða eftir gagngerar endurbætur

Síðan í Janúar hefur frystitogarinn Norma Mary, skip Onward Fishing Ltd, dótturfélags Samherja verið hér við kannt á Akureyri. Skipið fór síðastliðið sumar til Póllands þar sem það var lengt um tæplega 15 metra og skipt um aðalvél. Eftir stækkunina er skipið hið glæsilegasta fley og samsvarar sér mjög vel.

Eftir lengingu sigldi skipið hingað til Akureyrar þar sem frekari lagfæringar og endurbætur voru gerðar á skipinu og verkið klárað.

Undanfarnar vikur hefur Rafeyri unnið að hinum ýmsu viðbótum, breytingum og lagfæringum á rafkerfi skipsins ásamt því að leggja loka hönd á nýtt aðvörunarkefi fyrir aðalvél og vélarrúm frá Lyngso Marine sem byrjað var á í Póllandi og miðast öll uppsetning við að vélarúm sé mannlaust. Einnig hefur Slippurinn unnið að því að setja viðbætur við fiskvinnsluna um borð og Frost kæliverksmiðja samhliða því lagt loka hönd á uppsetnignu nýs NH3 frystikerfis sem byrjað var á í Póllandi auk nýrra DSI plötufrysta.

 

Hérna á eftir eru nokkrar myndir af Norma Mary fyrir og eftir lenginu (smella til að fá stærri).

 

Mynd: Sigurður Ingi FriðrikssonMynd: Sigurður Ingi Friðriksson

Mynd: Sigurður Jóhannsson

Mjög miklar endurbætur voru gerðar á búnaði skipsins og ber þar helst að nefna:

  1. Ný aðalvél
    • Vélin er frá Wärtsilä sem er um 32MW (rúmlega 4000 hestöfl) og snýst 750 rpm.
  2. Nýtt aðvörunarkerfi og ECDIS (kortaplotter)
    • Aðvörunarkerfið og ECDIS kemur frá Lyngsø Marine í Danmörku. Rafeyri er umboðsaðili Lyngso á Íslandi og sá um uppsetningu á kerfinu. Í aðvörunarkerfinu eru hátt í 400 inngangar bæði stafrænir og hliðrænir, þar af nær helmingurinn tekinn frá frystikerfi með Modbus.  22" skjáir eru í vélgæsluklefa og brú. Á báðum þessum skjám er hægt að sjá allar aðvaranir og grafíska mynd af aðalvélinni með upplýsingum um afgashita, leguhita ofl. og mynd af aðvörunarkerfinu sjálfu eins og það er sett upp. Ef td. netkapall í kerfinu skemmist þá sést á myndinni á skjánum hvar bilunin er. kerfismynd af frystikerfinu verður svo bætt við síðar.  í messa og vélstjóraklefum eru svo litlir grúbbu panelar. Aðvörunarkerfið miðast við vaktfríttt vélarúm. Kortaplotterinn(ECDIS) er tiltölulega ódýr viðbót þegar aðvörunarkerfið er komið upp. 22" skjárinn í brúnni samnýtist fyrir bæði ECDIS og aðvörunarkerfi.
  3. Nýtt frystikerfi
    • Kerfið er 500 kW NH3 dælukerfi með tveimur skrúfuþjöppum
    • Í kerfinu eru 10 lóðréttir plötufrystarsem afkasta allt að 80 t/24 ásamt tveimur lausfrystum til rækjufrystinar.
  4. Nýr vinnslubúnaður
    • Slippurinn sá um smíði og ísetningu nýs vinnslubúnaðar auk ýmissa viðgerða og endunýjunar á kerfum skipsins.

Rafeyri vill þakka öllum samstarfsaðilum sem komu að verkefninu úti og hér heima, Samherja, Frost, Slippurinn o.fl.