Lyftaranámskeið

Lyftaranámskeið
Lyftaranámskeið

Með réttindin í lagi

Starfsmannahópur Rafeyrar samanstendur af fjölbragðaglímuköppum þegar kemur að lausn viðfangsefna fyrirtækisins. Mikil áhersla er lögð á að auka getu og færni hvers og eins og stundum er farið á námskeið sem fela í sér sérhæfingu en stundum er um almenna kunnáttu- eða réttindaöflun að ræða.

Lyftaranámskeið það sem 15 starfsmenn fóru á hjá Gunnari Kristinssyni hjá Vinnueftirliti ríkisins miðaði að því að tryggja öryggi og réttindi þeirra á námskeiðið fóru. Lyftaravinna telst seint stór hluti rafvirkjastarfsins en iðulega kemur fyrir að það reyni á að gripið sé í lyftara. Þá var hnýtt við námi í meðferð spjóts. Í lok námskeiðsins þreyttu allir próf og stóðust allir raunina með prýði.

Nú er bara eftir að æfa sig undir handleiðslu kennara og taka svo verklega prófið.

Sigurður Már Haraldsson er ötull myndamaður og meðfylgjandi mynd er komin úr smiðju hans.

Lyftaranámskeið? - Hverju ætla þeir að lyfta?