Lagarfossvirkjun - verklok

Lagarfossvirkjun - verklok

Undanfarin tæp tvö ár hefur Rafeyri verið aðalverktaki í stækkun Lagarfossvirkjunnar austur á Fljótsdalshéraði. Nú er verklokum náð þó uppsóp sé enn í gangi og ný verkefni bíða vinnufúsra Rafeyrahanda. Að jafnaði voru hátt í 10 starfsmenn Rafeyrar fyrir austan og að auki nokkur fjöldi undirverktaka. Jónas Ragnarsson stjórnaði styrkri hendi verkinu og eftirtektarvert var hversu góður andi ríkti í hópnum.
Rafeyri hefur með þessu verki enn frekar fest sig í sessi í sterkstraum og hefur breiður hópur starfsmanna öðlast mikilvæga reynslu og þekkingu á því sviði.

Rafeyri vill þakka öllum samstarfsaðilum, verkkaupa, undirverktökum, birgjum, matráðskonum og öðrum starfsmönnum fyrir farsælt og gott samstarf og hlakkar til enn frekara.