Fræknir fírar á Fyrirtækjamóti Blakdeildar KA

Blaklið Rafeyrar.
Jón Axel, Davíð, Snævar, Valli, Einar Oddur, Hannes, Björgvin Daði, Stebbi Jóns o…
Blaklið Rafeyrar.
Jón Axel, Davíð, Snævar, Valli, Einar Oddur, Hannes, Björgvin Daði, Stebbi Jóns og Bjarki Bjarnar.
Á myndina vantar blakkempuna Elmar sem við keyptum til að tryggja okkur sigur í mótinu. Áformin gengu ekki alveg eftir en við enduðum í efri hlutanum.
Mynd: Begga - Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir.

Árangurinn var vonum framar og endaði liðið í efri hlutanum. Stuðst var við aðferðina að byrja hörmulega þannig að hitt liðið var komið með unninn leik og slakaði á og þá var kom að Einari Oddi að gefa upp og sallaði hann inn stigum. Því miður gekk þetta ekki í öllum leikjunum og því náðum við ekki alveg á toppinn. Stig mótsins var þegar Valli sparkaði boltanum í nauðvörn af afli í netstrenginn og hann lak yfir.
Elmar hjá Raftákni var keyptur til að lyfta upp standardinum og andanum hjá liðinu. Hann brást ekki væntingum og þökkum við honum fyrir liðsinnið.