Fjórar nýjar bílahleðslustöðvar á Akureyri

Hleðslustöðvar við Ráðhús Akureyrar.
Hleðslustöðvar við Ráðhús Akureyrar.

Segja má þessi mál séu á fleygiferð hér á Akureyri og að sjálfsögðu tekur Rafeyri virkan þátt. Við höfum nú sett upp fjórar nýjar 2x22 kW bílahleðslustöðvar í bænum en verkefnið er samstarfsverkefni Vistorku, Fallorku, Norðurorku og Akureyrarbæjar. Stöðvarnar eru staðsettar við Sundlaug Akureyrar, Amtbókasafnið og tvær við Ráðhúsið. Stöðvarnar eru reknar af Fallorku og notast við greiðslukerfi Ísorku. Nú er um að gera að taka grænan rúnt um bæinn og kanna þessa glæsilegu nýju innviði bæjarins.

Rafeyri býður fyrirtækjum, einstaklingum og fjölbýlum ráðgjöf varðandi hleðslustöðvar og getur séð um ferlið frá A-Ö. Hafið samband ef þið hafið áhuga á að gera umhverfi ykkar rafbílavænt fyrir ykkur og samfélag okkar.