Dýrafjarðargöng í gagnið

Neyðarsímar Dýrafjarðarganga á verkstæði Rafeyrar.
Neyðarsímar Dýrafjarðarganga á verkstæði Rafeyrar.

Til hamingju Vestfirðingar og landsmenn allir með ný Dýrafjarðargöng.

Það er einkar ánægjulegt að vegabætur eins og þessi jarðgöng komist í gagnið og vonandi eiga þau eftir að bæta líf og öryggi þeirra sem njóta.

Rafeyri hefur lagt sitt af mörkum til að göngin yrðu að veruleika og erum við stoltir af góðu verki. Verkþáttur okkar var að sjá um smíði stjórnskápa og uppsetning en Raftákn forritaði stjórnkerfið. Raftákni og öðrum samstarfsaðilum þökkum við samstarfið og þeim óskum við líka til hamingju með afrekið.